boston boston boston...
héðan er allt hið fínasta að frétta.
veðrið er búið að leika svoleiðis við mig og hundinn minn og sálufélaga Bangsa og skemmtum við okkar konunglega í frisbí leik oft og mörgum sinnum á dag.
ég er ekki búin að versla neitt af "viti" ef svo má til orðs komast EN mér tókst að eyða 850$ í leyndarmáli viktoríu í dag, gaman að því, allt á aðra reyndar en samt gaman að því.
verð reyndar að játa að mér finnst bara gaman að versla sexy hóruleg nærföt þegar ég hef einhvern til að sýna þau... mér finnst ekki skemmtilegt að kaupa þau til að eiga inni í skáp...
en já, keypti sémsagt ekkert þar á mig nema einar stórar baðmullarbuxur.
annars hef ég reynt að vera dugleg að læra...það gengur so and so...það er bara ekki hvetjandi að læra þegar ég hef Tivo og 500 stöðvar sem bara virðast alltaf vera með rerun á SATC og That 70´s show....
eða svona deit þáttum...elska deit þætti.. nema djúpu laugina-hún var eitthvað svo kjánaleg..
allavega. héðan er gott að frétta.
eiríka frænka var að hringja og hún er á blindafylleríi með öllu Rockstar Supernova liðinu á Nordica.... Storm, Toby og Diliana eru víst æði en typpið á Magna var ekki uppi svo hann nennti víst ekki að djamma en mér heyrist að á milli skotanna leynast boð í glamúrus LA partí sem ég hugsa að frænka mín mæti í....
enda við skyldar, ég sæki það ekki langt..hmmm
sara litla frænka mín var að komast að því að kærastinn hennar er að halda framhjá henni og svo var fyrrverandi kærasti vinkonu hennar að hrækja á vinkonu hennar í mollanum.
hér er sémsagt DRAMA CENTRAL.
ætlaði að gefa þeim ráð en who am I kidding?
preaching to the choir.
ohhh var næstum buin að gleyma þessum tíma þar sem hangið var í símanum langt fram eftir nóttu að sms og hringja í alla því allir vildu heyra skúbbið.
oh wait, nei ég er ennþá svona, nema núna þá bæti ég alltaf við -en við gerum engan drama úr þessu og skulum ekkert vera smjatta á þessu-..
alltaf gott að hafa smá disclaimer.
skrýtið samt hvað maður er ótrúlega fljótur að gleyma hvernig það er að vera 16 ára og hver einasti dagur skiptir svo miklu máli....
ég hef alltaf átt erfitt með að lifa fyrir daginn í dag en kannski átti ég ekki erfitt með það þegar ég var 16...kannski....
hmmm hvað var ég að gera þegar ég var á hennar aldri?
látum okkur sjá, ég var í fyrsta bekk í MH og átti kærasta en var leynilega ástfangin af eldri nemum sem ég hundelti um allan skólann sem og kynntist stelpunum sem eru vinkonur mínar í dag...
ohhhh good ol days...
planið er að VERSLA á morgun og hinn...
ég og sara frænka fórum til spákonu í dag og létum leggja tarot spil fyrir okkur.
ég er vægast sagt í sjokki.
ég er með slæmt karma sem heldur aftur að mér og ég er ekki á réttum stað í lífinu.
eitthvað sem allar næstumþví24 ára stelpur vilja heyra.
þátt fyrir niðurstöður fjölmargra sálfræðirannsókna sem hafa gert lítið úr svona miðla dóti einhverju þá var margt sem hún sagði sem var alveg scary mikið ég og sumt sem stuðaði mig óendanlega...eins og það að segja að ég verði bara að hlaupa í næstu kirkju því að karmað mitt er bara í ruglinu og ég þyrfti helst á andlegri leiðsögn og meðferð að halda þar sem hún ætlar að brenna einhver kerti og hringja í mig og eitthvað og allt bara fyrir 8 þús kall... einmitt, held ekki.
en samt truflandi þegar einhver fer að tala um mál hjartans.
og svona alveg inni í kjarnann hluti sem maður vill helst ekki að einhver útiíbæ sé að koma í orð..
kannski er ég bara að taka þessu of persónulega.
kannnski hafa vísindin mín rétt fyrir sér og það er ekkert til í þessu hjá sígauna stelpunni.
bíddu, hún sagði að ég væri neikvæð....
æ ég veit ekki og þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að maður á ekki að fara til spákonu...
"þú hittar HANN aftur eftir um 8-12 vikur...þetta þróast rólega hjá ykkur...leyfðu ykkur að vera bara vinir og svo kemur þetta allt..."
kjaftæði segi ég.
"þú hefur orðið fyrir vonbrigðum með ástina..." og, bíddu, hver hefur það ekki?
"þú ert í togstreitu milli hjarta og hugar" no shit sherlock, það veit enginn hvað hann vill.
"þú þarft að laga karma þitt og svefn og matarvenjur" Einmitt, sú EINA sem þarf að laga það..
"þú ert neikvæð og dregur úr þér þegar þér gengur vel"... hvaða stelpa gerir það ekki?
en tókst samt að hrista upp í mér.
best að fara kúra bara með honum bangsaling mínum.
splæsi í Starbucks og dónut á morgun, þá kem ég þessu úr kerfinu mínu....
siggadögg
-sem er supposedly á beinu brautinni-
föstudagur, desember 1
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
En ef þú færir til miðils sem segði þér að þú ættir að fara aftur í sálfræðina og að þú myndir eignast 2 dætur og það væri ekki langt í það...
og sjáðu svo....
En ég myndi strax henda öllu út sem miðill segði ef þú þyrftir að borga AUKA pening við eitthvað viðbótardót vegna e-s sem hún segði... þá er hún bara að reyna að mjólka þig með hræðsluáróðri... auðvitað ertu með slæmt karma sem bara VERÐUR að hreinsa (only 99.99 per session, gæti tekið nokkra stund)
já ég veit steina mín, enda hefð þetta ekki hrist upp í mér ef hún hefði ekki hitt á nokkra punkta.. stundum er bara þægilegra að trúa ekki..en það er víst vandamálið mitt, ég þarf að fara trúa...hmmm...
Skal láta mömmu lesa í bolla fyrir þig við tækifæri :)
Skrifa ummæli